Afurðir / Ufsi

Ufsi

Pollachius virens

Ufsi getur orðið 135 cm á lengd. Stærsti ufsi sem vitað er um að hafi veiðst hér við land var 132 cm. Ufsinn er straumlínulagaður og er því mjög góður sundfiskur, hann er gildastur um framanverða miðju og mjókkar í báðar áttir. Kjaftur hans er meðalstór með frekar smáar og hvassar tennur. Ungar hafa skeggþráð en hann hverfur með aldrinum. Fiskurinn hefur frekar stórt hreistur og hefur mjög greinilega rák. Hann hefur tvo raufugga og þrjá bakugga. Heimkynni ufsans eru beggja vegna Norður-Atlantshafs. Hér við land er ufsi allt í kringum landið en algengastur í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands. Ufsinn er bæði uppsjávar- og botnfiskur. Hann er á öllu dýpi frá yfirborði og algengastur niður á 200 til 250 m dýpi en finnst allt niður á 450 m. Ufsinn er mikið upp í sjó og gjarnan yfir grýttum botni og sandbotni en einnig yfir svampbotni og kóröllum. Hann er síður á leirbotni. Oft gengur hann um í torfum í ætisleit. Fæða ufsans er breytileg eftir stærð og svæðum. Ljósáta er yfirgnæfandi æti hjá uppvaxandi og allt upp í meðalstóran (70 cm) ufsa. Fullorðnir fiskar éta ljósátu, fiskseiði (þorsk-, ýsu-, og sandsílisseiði), fisk (loðnu sem er aðalfæða 70-100 cm ufsa), síld, smáþorsk, ufsa, ýsu, kolmunna, spærling o.fl. Stærsti ufsinn étur gjarnan smokkfisk.

Samband við söludeild
Sjófryst
  • Flök
  • Stærðarflokkað
  • Millilagt
Umbúðir

3x9 kg

Ferskt
  • Hnakkar
  • Bakflök
Umbúðir

3 kg, 5 kg og 10 kg

Landfryst
  • Hnakkar
  • Flakabitar
  • Blokk
  • Marningur
Umbúðir

5 kg
Tröllakassar

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj361
  • kcal86
  • prótein19,3
  • fita0,9
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Allt árið

Fiskimið

Allt í kringum landið en helstu mið á landgrunnskantinum, úti fyrir Suður- og Vesturlandinu