Sjálfbærni
Sjálfbærni er ekki aðeins stefna
Með ábyrgum veiðum og vinnslu, sjálfbærri nýtingu fiskistofna og verðmætaaukandi nýsköpun viljum við tryggja að sjávarútvegur verði um langa framtíð máttarstólpi í íslensku samfélagi.
Verkefni
Hvernig stuðlum við að sjálfbærni?
Umhverfis- og loftslagsstefna
Brim hefur um árabil unnið markvisst að framþróun á sviði umhverfis og samfélags. Á árinu 2021 setti stjórn Brims skýr markmið á sviði umhverfis. Árið 2022 var umhverfis- og loftslagsstefna mótuð. Markmið stefnunnar er aukin verðmætasköpun í sátt við umhverfi og samfélag
Umhverfis- og loftslagsstefna
Brim hefur um árabil unnið markvisst að framþróun á sviði umhverfis og samfélags. Á árinu 2021 setti stjórn Brims skýr markmið á sviði umhverfis. Árið 2022 var umhverfis- og loftslagsstefna mótuð. Markmið stefnunnar er aukin verðmætasköpun í sátt við umhverfi og samfélag
Áherslumarkmið
Heimsmarkmiðin
Starfsemi Brims er umfangsmikil og snertir öll heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Brim horfir þó sérstaklega til þriggja heimsmarkmiða í starfsemi sinni en þau snúa að nýsköpun (nr. 9) , ábyrgri neyslu og framleiðslu (nr. 12) og lífi í vatni (nr. 14).
Nýsköpun og uppbygging
Nýsköpun skapar aukin verðmæti og á sama tíma er dregið úr áhrifum á umhverfið. Ný tækni og nýir ferlar bæta meðferð á hráefni og auka nýtingu á sama tíma og leitast er við að draga úr sóun og þar með notkun á auðlindum.
Ábyrg neysla og framleiðsla
Brim framleiðir hágæða matvæli og er stöðugt að leita leiða til að auka nýtingu hráefnis og finna farveg fyrir annað hráefni sem fellur til við framleiðsluna. Einnig er allt sorp sem fellur til í starfseminni flokkað hvort sem það fellur til á sjó eða landi. Þannig styðjur Brim við hringrásarhagkerfið.
Líf í vatni
Brim leitar stöðugt leiða til að draga úr áhrifum af starfseminni á umhverfið. Það er hagsmunamál allrar þjóðarinnar að ástand fiskistofna sé sjálfbær og tryggja þannig að sjávarútvegur verði áfram grunnstoð í samfélaginu. Líf í vatni og virðing fyrir vistkerfi hafsins er grundvöllur fyrir því að við getum stundað veiðar um ókomna tíð.
- Brim hefur fengið vottanir um að veiðar félagsins séu ábyrgar og sjálfbærar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Marine Stewardship Council (MSC).
- Brim er bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið þeirra er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.
Ábyrgar veiðar - virðing við hafið
Hafið í kring um Ísland er dýrmæt og viðkvæm auðlind. Brim hefur miklu ábyrgðarhlutverki að gegna þegar kemur að sjávarauðlindinni og tekur virkan þátt í ýmsu samstarfi sem stuðlar að sjálfbærni fiskistofnanna við landið og heilbrigðu lífríki hafsins.
Grundvöllur ábyrgra veiða við Ísland er fiskveiðistjórnunarkerfið og lög um stjórn fiskveiða, sem grundvallast á aflamarki í fisktegundum sem nauðsynlegt þykir að takmarka veiðar á.
- Brim hefur fengið vottanir um að veiðar félagsins séu ábyrgar og sjálfbærar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Marine Stewardship Council (MSC).
- Brim er bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið þeirra er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.
- Endurnýjun hluta skipaflotans eykur skilvirkni við veiðar og minnkar kolefnissporið. Endurnýjun í vinnslum stuðlar að minni rafmagns- og vatnsnotkun, dregur úr sóun og bætir aðbúnað starfsfólks.
- Hugbúnaðarþróun, snjallvæðing og gagnasöfnun færir okkur ótal möguleika, svo sem að safna gögnum um umhverfisþætti, ná fram hagkvæmni í eldsneytisnotkun og rekja virðiskeðjuna frá veiðum til afhendingar.
Fjárfesting í nýsköpun og hátæknibúnaði eykur sjálfbærni
Nýsköpun, endurnýjuð tæki, skip og uppbygging nýrra innviða gefur mikilvæg tækifæri til að huga að sjálfbærni okkar á öllum sviðum. Með því að horfa stöðugt til framtíðar getum við skapað meiri verðmæti án þess að ganga á auðlindirnar, minnkað sóun og aukið skilvirkni.
Níunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hvetur til uppbyggingar innviða, sjálfbærrar iðnvæðingar og nýsköpunnar. Rannsóknir, þróun og nýsköpun eru sérstaklega nefndar sem forsendur efnahagslegra framfara og samfélagslegs velfarnaðar.
- Endurnýjun hluta skipaflotans eykur skilvirkni við veiðar og minnkar kolefnissporið. Endurnýjun í vinnslum stuðlar að minni rafmagns- og vatnsnotkun, dregur úr sóun og bætir aðbúnað starfsfólks.
- Hugbúnaðarþróun, snjallvæðing og gagnasöfnun færir okkur ótal möguleika, svo sem að safna gögnum um umhverfisþætti, ná fram hagkvæmni í eldsneytisnotkun og rekja virðiskeðjuna frá veiðum til afhendingar.
- Brim gefur út árs- og samfélagsskýrslu á hverju ári sem styðst við forskrift Global Report Initiative, sem er viðurkenndur alþjóðlegur mælikvarði á samfélagsábyrgð.
- Öll veiðarfæri á vegum Brims eru flokkuð og endurunnin. Brim vinnur náið með framleiðendum veiðarfæra til að auka afla, bæta meðferð fisks og draga úr orkunotkun.
Góð umgengni og nýting skilar öllum ávinningi
Góð umgengni við auðlindina og umhverfið auk góðrar nýtingar á öllu sem notað er, skilar ávinningi fyrir fyrirtækið, náttúruna, samfélagið og komandi kynslóðir. Brim leggur sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar en gætir sömuleiðis að t.d. orkunotkun, kolefnisspori, sóun og úrgangsmálum.
Í samræmi við tólfta heimsmarkmið SÞ viljum við innleiða hringrásarhugsun í öllu okkar starfi, tryggja að þolmörk náttúrunnar séu virt og að hægt verði að njóta auðlindanna okkar um langa framtíð.
- Brim gefur út árs- og samfélagsskýrslu á hverju ári sem styðst við forskrift Global Report Initiative, sem er viðurkenndur alþjóðlegur mælikvarði á samfélagsábyrgð.
- Öll veiðarfæri á vegum Brims eru flokkuð og endurunnin. Brim vinnur náið með framleiðendum veiðarfæra til að auka afla, bæta meðferð fisks og draga úr orkunotkun.