Vafrakökur
1. Hvað er vafrakaka
Vafrakökur eru litlar textaskrár sem vefsvæðið getur sett inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsíða Brims er heimsótt. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda og því er vafrakaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á netinu.
Gerður er greinarmunur á setukökum og viðvarandi vafrakökum. Setukökur gera vefsvæðinu kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á vefsvæðinu. Setukökur eyðast almennt þegar notandi fer af vefsvæðinu og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notenda á vefsvæðinu. Brim notast bæði við setukökur og viðvarandi vafrakökur.
Þá eru vafrakökur ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsvæðisins sem gerir vafrakökuna hvort hún telst fyrsta- eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrstu aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðju aðila vafrakökur eru þær vafrakökur sem verða til á öðru léni en því sem notandi heimsækir.
Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á eftirfarandi vefsíðu um vafrakökur: www.allaboutcookies.org.
2. Vafrakökur sem Brim notar á vefsíðu sinni
Brim notast við nokkrar tegundir af vafrakökum á vefsíðunni sinni, www.brim.is, og eru kökurnar notaðar í eftirfarandi tilgangi:
Nauðsynlegar kökur (e. necessary): Nauðsynlegar vefkökur virkja eiginleika á vefsvæðinu sem verða að vera til staðar svo hægt sé að nota það eins og til er ætlast.
Tölfræðikökur (e. statistics): Tölfræðikökur eru notaðar við rekstur vefsíðunnar og innihalda tölfræðiupplýsingar um hversu oft vefsíðan er heimsótt og aðra vefgreiningu, án persónugreiningar.
Þær persónuupplýsingar sem safnast með kökunum eru m.a. upplýsingar um IP tölu, staðsetningu, aðgerðir á vefsíðu og búnað notanda.
Félagið notast m.a. við kökur frá Google Analytics og í gegnum þær kökur hafa Google aðgang að þeim upplýsingum sem kökurnar safna, þ.á m. IP tölum notenda. Þessir aðilar kunna þannig að koma fram sem vinnsluaðilar fyrir hönd Brims í skilningi persónuverndarlaga.
3. Grundvöllur vinnslu - Hvernig er hægt að slökkva á kökum
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem safnast með nauðsynlegum kökum er byggð á lögmætum hagsmunum Brims, endar virkja þær kökur eiginleika sem verða að vera til staðar til að hægt sé að nota vefsvæðið eins og til er ætlast.
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem safnast með notkun á öðrum vafrakökum er hins vegar byggð á samþykki þínu. Þegar þú heimsækir vefsvæðið í fyrsta skipti birtist borði þar sem þú ert beðin/n um að samþykkja þær vafrakökur sem félagið notast við.
Þú getur hvenær sem er afturkallað þetta samþykki þitt með því að loka á kökur á vefsíðunni eða eyða þeim úr vafra þínum. Það kann hins vegar að hamla virkni síðunnar að einhverju leyti.
Það er mismunandi milli netvafra hvernig breyta á vefkökum, en nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi tenglum:
Google Chrome: https://support.google.com/accounts/answer/32050
Internet Explore: http://support.microsoft.com/kb/278835
Firefox: https://support.mozilla.org/en-US/kb/delete-cookies-remove-info-websites-stored
Safari: https://support.apple.com/en-is/guide/safari/sfri47acf5d6/mac
Notir þú aðra vafra ættir þú að geta fundið upplýsingar um stillingar á vafrakökum á vefsíðu vafrans.
Þá er hægt að slökkva á notkun á vafrakökum Google Analytics með því að ýta á þennan tengil: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout.
4. Varðveislutími vefkaka
Flestar af vafrakökum þeim sem Brim notar eru setukökur en þær eyðast þegar notandi fer af vefsvæðinu. Aðrar kökur kunna að vera varðveittar í allt að 2 ár.
5. Nánari upplýsingar
Félagið getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig félagið notast við vefkökur.