Fréttir28 júl 2023
Breyting á skipastól, frystitogarar
Brim hf. hefur keypt frystitogarann Tuukkaq frá Grænlandi, af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS. Kaupverð er 148 mDKK. Tuukkaq var smíðaður árið 2001 í Noregi og er 66,4 metra langur og 14,6 metra breiður. Áætlað er að skipið fari til veiða í september undir nafninu Þerney RE-3. Í framhaldinu verður frystitogarinn Örfirisey RE-4 seldur.
Frekari upplýsingar veitir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brim hf.

