Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024

Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024

Árs- og sjálfbærniskýrslu Brims 2024 fylgt úr hlaði

Rekstur Brims er traustur. Starfsfólk fyrirtækisins sækir þann afla sem er í boði og vinnur hann með hagfelldum hætti og þá hefur félaginu orðið vel ágengt við að koma afurðum sínum á sífellt verðmætari markaði.

Brim byggir nútíð og framtíð á auði náttúrunnar og mannsins. Árið 2021 setti stjórn Brims fram skýr markmið á sviði umhverfismála og árið 2022 var mótuð umhverfis- og loftslagsstefna með verðmætasköpun að markmiði, í sátt við umhverfi og samfélag.

Brim er fjölmenningarsamfélag og býður félagið meðal annars starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnustað. Brim leggur sömuleiðis áherslu á framúrskarandi hæfni starfsfólks og fjárfestir markvisst í fræðslu og þjálfun þess

Ég vona að stjórnvöld taki ákalli sjávarútvegsins um aukið samtal þó ekki væri til annars en að auka fyrirsjáanleika og rekstraröryggi. Það er atvinnugreininni og samfélaginu öllu til heilla. Um það verður ekki deilt.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims

E1 – Loftslagsmál

Fjallað er um raun- og umbreytingaráhættur vegna loftslagsbreytinga út frá tveimur sviðsmyndum og til skemmri og lengri tíma. Stefnumörkun og aðgerðir Brims í loftslagsmálum stuðla að því að skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsáttmálunum megi nást, en aukinn fyrirsjáanleiki í orkuafhendingu er nauðsynlegur til að frekari fjárfestingar í orkuskiptum séu raunhæfar.

E4 – Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi

Sjávarútvegur á mikið undir að vel takist til um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og tekur umhverfis- og loftslagsstefna Brims mið af því. Mikilvægt er að vistkerfisnálganir atvinnugreina vinni saman og myndi eina samhæfða vistkerfisnálgun. Brim leggur áherslu á að stefnumörkun í málaflokknum eigi sér stað á forsendum verndar og sjálfbærrar nýtingar og lýsir vilja til samtals við stjórnvöld um útfærslur.

S1 – Mannauður Brims

Stefnur Brims í mannauðsmálum fara vel saman við innleiðingu CSRD regluverksins. Alls voru 635 stöðugildi hjá Brimi á árinu 2024 og er starfsfólk af 24 þjóðernum. Skráðum slysum hefur fækkað en notkun á skráningarkerfi slysa aukist. Áhersla er á blöndu staðbundins og rafræns fræðslustarfs.

G1 – Stjórnarhættir

Innkaupastefna, siðareglur og aðrar stefnur Brims miða að því að styðja við viðskiptahætti og fyrirtækjamenningu sem ýta undir sjálfbæra þróun. Í gildi eru reglur sem taka á spillingu og vernd uppljóstrara. Á árinu 2024 voru engin staðfest eða tilkynnt tilvik um spillingu eða mútur innan félagsins.