Saga Brim

Hvernig við urðum leiðandi í sjávarútvegi

1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023

1985

Stofnun félagsins 17. nóvember 1985

  • Þann 13. nóvember 1985 skrifuðu eigendur Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR) og Ísbjarnarins undir samning um sameiningu þessara tveggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Reykjavík. Nýja fyrirtækið fékk nafnið Grandi hf. Eignir hins nýja fyrirtækis voru sjö togarar, tvö frystihús og fiskverkunarhús, frystigeymslur og fleira. Hlutfé var 200 milljónir króna og eignir að verðmæti 1,3 milljarðar. Mánudagurinn 18. nóvember var fyrsti starfsdagur hins nýja fyrirtækis. Fyrsti stjórnarformaður var Ragnar Júlíusson og forstjóri Brynjólfur Bjarnason en hann hafði verið ráðinn forstjóri BÚR 1983. Einkavæðingin var gerð í tíð Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra og olli gjörningurinn miklum pólitískum deilum á sínum tíma. BÚR og Ísbjörninn höfðu átt í töluverðum rekstrarerfiðleikum og BÚR raunar verið þungur baggi á borgarsjóði um margra ára skeið.

1986

Fyrsta heila rekstrarár félagsins

  • 1986 er fyrsta heila rekstrarár Granda. Frá upphafi er lögð megináhersla á verðmætasköpun með fullvinnslu, sjálfvirkni og sérhæfingu að leiðarljósi. Áherslur sem síðan hafa verið gegnumgangandi hjá félaginu alla tíð.
  • Fiskiðjuveri BÚR á Grandagarði var breytt í sérhæft karfavinnsluhús. Þar sem aðalframleiðslan var hefðbundin 7 punda pakkning fyrir Rússland og h/g karfi fyrir Japansmarkað, sem var nýjung. Skreiðar- og saltfiskvinnslu á Meistaravöllum var alfarið hætt og fiskiðjuverið við Norðurgarð var sérhæft í þorsk-og ufsavinnslu. Aflaheimildir Granda voru á þessum tíma mest í karfa og ufsa.
  • Haldið upp á eins árs afmæli Granda á veglegan hátt, sem endaði í mikilli veislu í Höfða í boði Davíðs Oddssonar borgarstjóra fyrir alla starfsmenn félagsins.
  • Heildarafli togara Granda fyrsta heila rekstrarárið var 24 þúsund tonn.

1987

Áhersla lögð á öryggi og menntun starfsfólks

  • Frá upphafi var áhersla lögð á starfsmannamál hjá Granda og mikill metnaður lagður í að standa sem best að þeim, svo sem öryggismálum endurmenntun ofl.
  • Um áramótin 1986/87 voru haldin fiskvinnslunámskeið fyrir alla starfsmenn í landvinnslum Granda. Námskeiðin voru haldin í Háskóla Íslands. Um var að ræða 9 bókleg námskeið um allt er varðar fiskvinnslu svo sem gæða-og markaðsmál auk þess eru námskeið um samskipti, líkamsbeitingu, öryggismál, kjarasamninga og fleira. Þann 9. janúar útskrifuðust um 160 manns sem hlutu starfsheitið „Sérhæfður fiskvinnslumaður“. Nefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ, Verkamannasambandi og sjávarútvegsráðuneytinu unnu að undirbúningi þessara námskeiða, sem farin eru af stað um land allt.
  • Grandi tekur þátt í stofnun Faxamarkaðar, sem er fyrsti fiskmarkaðurinn á Íslandi ásamt Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði.
  • Nýtt tölvustýrt gæðakerfi tekið í notkun.
  • Markaður fyrir ferskan heilan karfa í Þýskalandi nánast hrundi eftir sýningu á sjónvarpsþætti þar sem fjallað var um hringorma í fiski sem veiddur er í Norðursjó og gæti valdið sjúkdómum. Enginn greinarmunur var gerður á því hvar fiskurinn var veiddur.  Fyrir Granda og önnur sjávarútvegsfyrirtæki á suðurhorni landsins, sem stunduðu veiðar og vinnslu á karfa var þetta mikið högg.

1988

Fyrsti frystitogarinn og félagið breytist í almenningshlutafélag

  • Grandi eignast sinn fyrsta frystitogara, þegar ísfisktogaranum Snorra Sturlusyni RE 219 var breytt í Póllandi.
  • Hvalur , Venus, Sjóvá og Hampiðjan kaupa hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Ný stjórn tekur við 5. október. Árni Vilhjálmsson er formaður hinnar nýju stjórnar. Miklar deilur urðu í borgarstjórn vegna sölunnar.
  • Ákveðið er að breyta Granda hf. í almenningshlutafélag og bjóða hlutbréf félagsins á verðbréfamörkuðum landsmanna.
  • Ísfisktogarinn Ásþór seldur Þorbirninum hf. í Grindavík. Ásþór er á sóknarmarki sem þýðir að hann má veiða 1.160 tonn af þorski og 1.700 tonn af karfa en veiðar hans á öðrum tegundum eru frjálsar.
  • Flæðilínur og hóplaunakerfi tekin upp í landvinnslu.

1989

Öllum 11 ára grunnskólanemendum boðið í heimsókn

  • Faxamjöl hf. stofnað með sameiningu Lýsis og mjöls hf., sem var í eigu Lýsis hf. og Síldar- og fiskmjölsverksmiðjunnar hf. sem var í eigu Granda hf. Þriðji eigandinn er Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf.. Grandi er stærsti hluthafi nýja félagsins.
  • Hlutabréf í Granda skráð hjá Hlutabréfamarkaðnum hf., Hámark.
  • Fyrsti Grandadagurinn haldinn hátíðlegur. Öllum 11 ára nemendum frá grunnskólum borgarinnar boðið í heimsókn í fiskiðjuverið Norðurgarði til að kynnast sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða. Smá vinnsla var í gangi og auk þess var sýning tengd veiðum og vinnslu sett upp á göngum og í matsal og boðið var upp á fiskibollur. Mikill metnaður var lagður í daginn og flestir starfsmenn virkjaðir í móttöku þessara ungu og skemmtilegu gesta.

1990

Félagið stækkar og framleiðsla á þorski í smásölupakkningum hefst

  • Hluthafafundur Granda hf. samþykkir sameiningu Granda hf. og Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf.. Ísfisktogararnir Viðey ER 6 og Engey RE 1 með aflaheimildum bætast í flota Granda við sameininguna auk fiskvinnsluhúss við Mýrargötu. Sameinuð félög eru með um 27 þúsund tonna kvóta.
  • Framleiðsla hafin á þorski í smásölupakkningar fyrir verslanir á Ítalíu. Framleiðslan er tilbúin til matreiðslu og markar hún tímamót í fullvinnslu sjávarafurða hjá Granda.
  • Fjárfest var í fullkominni vinnslulínu fyrir vigtun og samval á heilum karfa, sem sett var upp á Grandagarði til að auka afköst og minnka yfirvigt.
  • Skipastóll Granda hf. eru sex ísfisktogarar og einn frystitogari. Heildarafli var 28 þúsund tonn á árinu. Starfrækt voru 2 fiskiðjuver og heildarfjöldi starfsmanna er um 400 manns til lands og sjós.

1991

Félagið brautryðjandi í úthafskarfaveiðum

  • Til að bregðast við mikilli kvótaskerðingu innan landhelgi hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins og það gerist brautryðjandi íslenskra fyrirtækja í úthafskarfaveiðum, ásamt útgerðum í Hafnarfirði. Samsetningu skipaflotans er breytt, frystiskipum fjölgað og ísfiskskip seld.
  • Ísfisktogarninn Hjörleifur seldur.

1992

Hlutabréf Granda skráð á Verðbréfaþing Íslands

  • Ögri RE 72 keyptur af Ögurvík hf. í þeim tilgangi að auka möguleika félagsins á að selja stærri hluta karfakvótans ferskan á markaði í Þýskalandi. Togarinn Ásgeir RE 60 gekk upp í söluna. Skipið fékk nafnið Akurey.
  • Frystiskipið Örfirisey keypt frá Færeyjum en Örfirisey er einn öflugasti togari í eigu Íslendinga þegar hann kemur til landsins. Örfirisey er systurskip Höfrungs III á Akranesi.
  • Með fjölgun frystiskipa var sérvinnslu á karfa hætt í fiskiðjuverinu Grandagarði um sumarið og botnfiskvinnsla félagsins sameinuð í Norðurgarði. Stefnan var sett á að vélvæðast enn frekar og auka fullvinnslu, sem var í takt við stefnumótun félagsins árið áður. Jafnframt var fiskmóttöku hætt í Bakkaskemmu og flutt í Norðurgarð og eins var ísframleiðsla flutt frá Mýrargötu í Norðurgarð.
  • Liður í endurskipulagningu á starfsemi Granda í fólst í fjölþættingu, þ.e. að komast í eignarlegt samband við önnur fyrirtæki, jafnt erlend sem innlend. Sem þáttur í því var gerður samningur við útgerðarfyrirtækið Friosur í Chile um margháttaða samvinnu og að Grandi kaupi 22% hlut í fyrirtækinu.
  • Fjárfest í sjónflokkara frá Marel fyrir flakabita jafnframt vigtun til að auka sveigjanleika og öryggi í flakabitavinnslu.
  • Hlutabréf Granda hf. skráð á Verðbréfaþingi Íslands 15. desember.
  • Hafin var snyrting á umhverfi Granda á Norðurgarði samkvæmt þeirri stefnu fyrirtækisins að allt umhverfi Granda og Faxamjöls verði eins umhverfisvænt og kostur er á.
  • Fiskiðjuverið Norðurgarði klætt að utan til að verja það skemmdum.

1993

Nýsköpun í sjávarútvegi og umhverfisvitund eykst

  • Nýtt og glæsilegt frystiskip keypt frá Noregi sem fær nafnið Þerney.
  • Framleiðsla hafin á flökum og flakabitum í neytendaumbúðir ( 1 kg. poka) fyrir smásöluverslanir í Evrópu.
  • Nýtt vinnslukerfi fyrir loðnufrystingu tekið í notkun með góðum árangri.
  • Hætt að flytja beinaúrgang með bílum og tilheyrandi umstangi yfir í bræðslu Faxamjöls. Þess í stað er beinaúrganginum skotið með lofti í gegn um rör yfir í fiskimjölsverksmiðjuna.
  • Hagstæður tímamótasamningur gerður við Rafmagnsveitur Reykjavíkur um kaup á svokölluðu rofnu rafmagni.
  • Grandi tekur þátt í hönnun á þróun vélmennis í samstarfi við íslensk og evrópsk fyrirtæki. Verkefnið nefnist Robofish og er unnið samkvæmt sérstakri rannsóknaráætlun.

1994

Metaflaár, gæðakerfi innleitt og félagið stækkar

  • Miklar endurbætur gerðar á búnaði til loðnuvinnslu.
  • Fjárfest í þremur nýjum tölvustýrðum karfaflökunarvélum en Grandi vann að þróun þeirra með Baader í Þýskalandi.
  • Metaflaár í sögu Granda. Aflinn var 37 þúsund tonn þrátt fyrir kvótaskerðingu. Munar þar mestu um úthafskarfaveiðar.
  • Vinnsla hefst á ferskum karfaflökum í framhaldi af lækkun tolla hjá helstu viðskiptalöndum úr 18% í 10%. Tollarnir lækka í 5% á næstu tveimur árum.
  • HACCP gæðakerfi tekið í notkun í Norðurgarði og frystiskipum. Haldin voru sérstök HACCP námskeið fyrir áhafnir frystiskipanna og starfsmenn í Norðurgarði.
  • Grandi kaupir 20,23% hlutabréfa í Þormóði ramma hf. Siglufirði. Kaupverð 108,7 milljónir króna.
  • Friosur í Chile og Emdepes, sem er að mestum hluta í eigu japansks fyrirtækis, skiptast á hlutabréfum þannig að þau eignast 15% hlut hvort í öðru. Eignarhlutur Granda í Friosur verður 18,7% og 3,33% í Emdepes.
  • Grandi kaupir hlutabréf í Bakkavör hf. fyrir 28. m.kr. og er eignahlutur Granda í félaginu 40%

1995

10 ára afmælisár

  • Grandi kaupir 25% hlutabréfa í Árnesi hf. Þorlákshöfn fyrir 65 milljónir króna og 40% hlutafjár í Bakkavör hf. í Kópavogi fyrir 28 milljónir króna.
  • Ísfisktogaranum Engey RE 1 breytt í frystiskip í Póllandi.
  • Fjárfest var í fullkomnum vigtar-og samvalskerfi fyrir lausfryst karfaflök og bita. Lausfrystirinn sem var á Grandagarði var settur upp í Norðurgarði. Með þessum aðgerðum var afkastageta í lausfrystingu tvöfölduð.
  • Hlutabréf í rækjuútgerðinni Pesquera Siglo í Mexíkó keypt í samvinnu við Þormóð ramma hf. Hlutur Granda er 22%.
  • Haldið var upp á 10 ára afmæli Granda 17. nóvember með margvíslegum hætti. Um morguninn kom fjöldi 11 ára barna úr grunnskólum höfuðborgarsvæðisins að skoða starfsemina og þiggja veitingar. Alls hafa 12 þúsund skólabörn komið í heimsókn frá upphafi Grandadagsins. Síðdegis var afmælisveisla í mötuneyti Norðurgarðs og dagurinn endað með veglegri árshátíð. Daginn eftir var efnt til fjölskyldudags fyrir fjölskyldur starfsfólks. Forráðamenn Granda ákváðu að minnast afmælisins með því að gefa tvær milljónir króna í forvarnarstarf SÁÁ.
  • Grandi gerði út fimm ísfisktogara og fjóra frystitogara. Heildarafli var 31 þúsund tonn. Starfsmenn Granda voru að meðaltali 420 og Faxamjöls 22. Heildarafli Faxa, skips Faxamjöls, var 20 þúsund tonn.

1996

„Fiskur, já takk“

  • Frystitogarinn Snorri Sturluson kom frá Spáni eftir gagngerar endurbætur. Skipt var um aðalvél, framdrifsbúnað og vindur. Skipið var lengt um 6 metra og vinnsludekk endurnýjað.
  • Engey var við tilraunaveiðar suður með Atlantshafshryggnum í þrjár vikur, sem báru takmarkaðan árangur.
  • Grandi stofnar ásamt fleirum félag á Falklandseyjum. Tilgangur félagsins voru fiskveiðar við Falklandseyjar og á nálægum miðum. Frystiskipið Engey var leigt félaginu og fór til veiða við Falklandseyjar auk línuskipsins Tjalds II en Kristján Guðmundsson hf. á Rifi var einnig stofnfélagi.
  • Rekstri ísfisktogarans Viðey hætt.
  • Sett upp loðnuflokkunarstöð í Bakkaskemmu þar sem loðna var flokkuð á vertíðinni og fryst um borð í frystiskipum félagsins sem lágu við bryggju fyrir Rússlands-og Japansmarkað.
  • Asía er stærsta markaðssvæði Granda í fyrsta sinn en þar á eftir kemur Þýskaland.
  • Árlegur Grandadagur haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni „Fiskur já takk“ um 2.000 manns heimsóttu fyrirtækið af því tilefni. Fleiri en 15.000 börn hafa heimsótt félagið frá því fyrst var haldið upp á daginn 1989. Auk grunnskólabarna heimsóttu 70 eldri borgarar frá félagsstarfi eldri borgara Gerðubergi Granda.

1997

Fullkomin fiskimjölsverksmiðja í Marshallhúsinu

  • Faxamjöl tekur í notkun nýja og tæknilega fullkomna fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey (Marshallhúsinu). Afköst hennar eru 350-400 tonn á sólarhring.
  • Hætt að nota 90 lítra fiskikassa um borð í ísfisktogurum félagsins og í stað þeirra tekin í notkun 460 lítra kör, sem leiddi til betri meðhöndlunar á afla og mun meiri afkasta við lestun og losun skipanna.
  • Skipt var um tölvukerfi á árinu í kjölfar ítarlegrar þarfagreiningar.
  • Frystiskipið Engey selt til Þormóðs Ramma - Sæbergs hf. og fékk nafnið Kleifaberg og ísfisktogarinn Jón Baldvinsson var seldur til Friosur í Chile.
  • Fasteignin að Mýrargötu 26 þar sem Hraðfrystistöðin í Reykjavík var til húsa seld.

1998

Endunýjun búnaðar í Norðurgarði og endurbætur á skipum

  • Ísfistogarinn Viðey seldur til Sjólaskipa Hafnarfirði.
  • Fiskiðjuver félagsins við Grandagarð selt. Gamla BÚR húsið.
  • Frystitogarinn Örfirisey fer í umfangsmiklar breytingar í Póllandi þar sem skipið var lengt um 10 metra. Millidekkið var endurnýjað og lausfrystir og karfaflökunarvél komið fyrir um borð.
  • Karfaflökunarvélar settar um borð í Snorri Sturluson og Þerney.
  • Fjárfest í nýjum vinnslulínum, flakaskurðarvélum og flokkarar frá Marel fyrir Norðurgarð. Jafnframt var sett upp karalosunarkerfi frá Skaganum hf. á Akranesi og ískrapakerfi frá Frost hf.
  • Faxamjöl hf. kaupir öll hlutabréf í Mel hf. af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Í kaupunum fylgdi nótaskipið Kap VE 4 með 0,5% aflahlutdeild í loðnu. Skipið fékk nafnið Faxi RE 9. Einnig fylgdi í kaupunum 400 tonn af aflahlutdeild í úthafskarfa og veiðiréttur í norsk-íslenska síldarstofninum.

1999

Félagið hlýtur fyrstu umhverfisverðlaun Landsambands íslenskra útvegsmanna

  • Grandi hlaut fyrstu umhverfisverðlaun Landsambands íslenskra útvegsmanna.
  • Faxamjöl kaupir allar eignir þrotabús Hafnarmjöls í Þorlákshöfn. Um er að ræða loðnuverksmiðju með afköst upp á 400 tonn á sólarhring.

2000

Umhverfisstefna mörkuð og ríflega 20.000, 11 ára nemendur hafa heimsótt Norðurgarð frá 1989

  • Lausfrystir settur um borð í frystiskipið Þerney en þar var fyrir karfaflökunarvél. Áður var búið að setja karfaflökunarvél og lausfrysti um borð í Örfirisey. Farið var í þessar framkvæmdir í kjölfar stefnu stjórnar félagsins að taka upp lausfrystingu á karfaflökum um borð í frystiskipum félagsins til frekari vinnslu í landi. Þar var sérstaklega horft til Japansmarkaðar.
  • Faxi fer til Póllands í gagngerar breytingar og endurbætur. Skipið lengt um 10 metra og sett ný öflug aðalavél, krapakerfi og toggálgi. Með þessum breytingum er skipið orðið öflugt togskip sérlega útbúið til kolmunnaveiða.
  • Grandi markar sér stefnu í umhverfismálum og hefur það að markmiði að efla varnir gegn mengun og bæta umgengni um auðlindina. Stefnunni fylgt eftir með að draga úr notkun á Freoni, leysiefnum, kerfisolíum ofl. Unnið að því að draga úr eldsneytisnotkun og megnun frá útblæstri. Auk breytinga á skipum til að þau gætu notað hitaveituvatn til upphitunar á togurunum þegar þeir eru í landi.
  • 15 ára afmæli Granda fagnað með veglegri hátíð í Tónlistarhúsinu í Kópavogi. Á hátíðinni var 60 starfsmönnum sem unnið hafa hjá fyrirtækinu frá stofnun fært úr að gjöf sem þakklætisvottur.
  • Tekið var á móti 20.000 nemandanum í heimsókn á Grandadeginum frá upphafi. Grandadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1989 og þá er öllum 11 ára nemendum í grunnskólum Reykjavíkur boðið í heimsókn í fiskiðjuverið Norðurgarði til að kynnast nútíma útgerð og fiskvinnslu.
  • Grandi hlýtur viðurkenningu frá fræðsluráði Reykjavíkur fyrir framlag Granda til fræðslumála vegna Grandadagsins.

2001

Mannbjörg er Örfirisey varð vélavana í ofsaveðri

  • Frystitogarinn Örfirisey varð vélarvana í ofsaveðri við mynni Jökulfjarða. Snorri Sturluson frystitogari félagsins var á sömu slóðum og tókst á síðustu stundu að koma taug um borð og bjarga skipinu frá að reka upp í Grænuhlíð. Áður hafði varðskipið Ægir þurft frá að hverfa. Um var að ræða mikið björgunarafrek af hálfu áhafnarinnar á Snorra Sturlusyni og mikil mildi að ekki færi illa.
  • Tvö skip félagsins sem ekki voru í rekstri seld. Það er, Akurey RE 3 og Faxi RE 241
  • Allur eignarhluti félagsins í Bakkavör Group hf. seldur.
  • Grandi kaupir 31% hlutabréfa í Stofnfiski hf., sem er vísinda-og þekkingafyrirtæki á sviði fiskeldis.
  • Grandi kaupir frystitogarann Venus HF 519 með öllum aflaheimildum, sem nema um 3.000 þorskígildum og fær hann afhentan í byrjun árs 2002.
  • Grandi selur frystiskipið Snorra Sturluson til Ísfélags Vestmannaeyja með aflaheimildum í karfa og úthafskarfa, sem nemur 1.045 þorskígildistonnum. Söluverðið var greitt með eignahlut í Ísfélaginu.
  • Fyrsta heila rekstrarár Faxa RE 9 eftir breytingarnar í Póllandi, sem reynast hafa tekist afar vel. Áhersla var lögð á kolmunnaveiðar til að ná í aflareynslu áður en kolmunninn verður kvótasettur.

2002

Nýr forstjóri

  • Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum á árinu, sem forstjóri en hann hafði verið forstjóri Granda frá stofnun félagsins. Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður tekur tímabundið við sem forstjóri.
  • Dótturfélagið Faxamjöl sameinað Granda.
  • Í ársreikningi Granda kemur fram að félagið leggi megináherslu á veiðar og vinnslu á karfa og ufsa.
  • Eignarhlutur Granda í Haraldi Böðvarssyni seldur til Eimskipafélagsins sem gerði öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð.
  • Grandi kaupir 24% eignahlut í Þorbirni Fiskanesi og eykur eignahlut sinn í Eskju og er eignahluturinn í því félagi kominn í 21,5%. Hlutur félagsins í Þormóði Ramma Sæberg hf. og Isla ehf. var seldur.

2003

Íslenskukennsla og nýr lausfrystir í Norðurgarði

  • Félagið selur allt hlutafé í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hf., Hf. Eimskipafélagi Íslands og Fiskmarkaði Íslands.
  • Kaup á 70% hlutafjár í fiskeldisfélaginu Salar Islandica, sem var með laxeldi í Berufirði og Grandi jók auk þess hlut sinn í Stofnfiski og Fiskeldi Eyjafjarðar.
  • Uppskeruhátíð 1. maí þegar 108 manns frá 17 þjóðlöndum, sem unnu í Norðurgarði fengu viðurkenningarskjöl fyrir nám í starfstengdri íslensku.
  • Nýr og afkastamikill lausfrystir settur upp í frystihúsinu Norðurgarði og flæðilína með sjálfvirkri skurðarvél fyrir ufsavinnslu auk þess sem afköst pökkunavéla samstæðu var aukin og fjárfest í nýjum innmötunarbúnaði fyrir lausfrysta.
  • Alls störfuðu að meðaltali 338 manns hjá Granda. Þrír frystitogarar voru í rekstri, tveir ísfisktogarar og eitt uppsjávarskip Faxi. Botnfiskafli á árinu var 37 þúsund tonn og uppsjávarafli 64 þúsund tonn.
  • Kristján Þ. Davíðsson ráðinn forstjóri félagsins.

2004

Grandi og Haraldur Böðvarsson sameinast undir nafninu HB Grandi

2004
  • Grandi kaupir allt hlutafé Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og félögin eru sameinuð undir nafninu HB Grandi hf.. Samruninn miðaðist við 1. janúar 2004. Auk þess staðfesti stjórn HB Granda áætlun um samruna við Tanga hf. á Vopnafirði og Svan RE-45 ehf. Við þennan samruna verður til öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út 14 skip og rekur landvinnslu á fjórum stöðum á landinu. Félagið hefur yfir að ráða 11,5% af áætluðum heildarkvóta við Ísland. Heildarfjöldi starfsmanna er um 700. Sturlaugur Sturlaugsson er ráðinn forstjóri og Kristján Þ. Davíðsson aðstoðarforstjóri. Félagið rekur 5 frystiskip og 4 ísfiskskip og 5 uppsjávarskip. Heildarbotnfiskafli var 56 þúsund tonn og uppsjávaraflinn var 230 þúsund tonn. Fiskiðjuverið í Reykjavík er sérhæft í karfa-og ufsavinnslu en fiskiðjuverin á Akranesi og Vopnafirði í vinnslu á þorski og ýsu.
  • Félagið kaupir 1,5% hlutdeild í loðnu af Ker hf. þegar það félag seldi Festi.
  • Selt allt hlutafé í Ísfélagi Vestmannaeyja, Eskju hf., Þorbirni-Fiskanesi hf. og Gunnvöru hf. Einnig allt hlutafé í dótturfélaginu Baltic Seafood SIA í Lettlandi.
  • Samið um kaup á skipi til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski einkum síld og kolmunna. Skipið fær nafnið Engey RE-1.
  • Markaðsdeild HB Granda sett á laggirnar í þeim tilgangi að efla markaðsstarf félagsins og auka tengsl við viðskiptavini með milliliðalausum viðskiptum Eggert Benedikt Guðmundsson er ráðinn fyrsti markaðsstjóri félagsins.
  • Í Norðurgarði starfa 95 einstaklingar frá 21 landi. Lögð er áhersla á að allir erlendir starfsmenn geti skilið íslensku. Félagið hefur því staðið fyrir íslenskukennslu í gegnum árin og hefur fengið viðkenningu fyrir þennan þátt í starfsmannahaldinu.
  • Fram til ársins 2004 komu flestir erlendir starfsmenn frá Asíu, en það árið fengu  Austur Evrópuríki aðild að Evrópubandalaginu og íbúar í þeim löndum nýttu sé forgang til vinnu í EES löndum eins og Íslandi.
  • Ísfisktogaranum Haraldi Böðvarssyni AK-12 lagt.

2005

Engey RE-1 verður stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans eftir breytingar og frystigeta uppsjávarvinnslu á Vopnafirði þrefölduð

  • Eggert Benedikt Guðmundsson ráðinn forstjóri HB Granda og tekur við af Sturlaugi Sturlaugssyni. Eggert hafði áður starfað sem markaðsstjóri félagsins.
  • Markaðsdeildin tekur yfir sölu allra afurða fyrirtækisins, sem seldar eru undir eigin vörumerki, HB Grandi. Félagið tók í fyrsta sinn þátt í vörusýningum með eigin bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel Belgíu og Bremen í Þýskalandi.
  • Nýjasta skip HB Granda uppsjávarfrystiskipið Engey RE-1 kemur frá Póllandi eftir umtalsverðar breytingar og lagfæringar. Um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Skipið er um 7.000 brúttótonn að stærð og 105 metra langt. Skipið hóf veiðar í júní og gengu veiðar og vinnsla vel og stóðust allar væntingar.
  • Búnaður til hrognavinnslu endurnýjaður bæði á Akranesi og á Vopnafirði.
  • Frystigeta uppsjávarvinnslunnar á Vopnafirði þrefölduð, byggð ný frystigeymsla og hús fyrir löndun og vigtun afla.
  • Fiskmjöls- og lýsisvinnslu hætt í fiskmjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík

2006

Hlutafé skrá á iSEC markað Kauphallarinnar

  • Áframhaldandi mikil uppbygging uppsjávarvinnslunnar á Vopnafirði. Frystigetan þrefölduð, byggð 5.000 tonna frystigeymsla og nýtt hús fyrir löndun og vigtun afla til bræðslu.
  • Þær breytingar voru gerðar á útgerð uppsjávarskipa að Svanur var seldur og Víkingi og Sunnubergi lagt. Guðrún Þorkelsdóttir var keypt af Eskju og hlaut nafnið Lundey. Víkingi var haldið tilbúnum veiða ef loðnuvertíð gæfi tilefni til.
  • Ísfisktogaranum Brettingi lagt og aflaheimildir flytjast á önnur skip félagsins.
  • Eingöngu var unnin ýsa á Vopnafirði, sem keypt var á markaði þegar uppsjávarfrysting var ekki í gangi. Karfi og ufsi fara til vinnslu í Reykjavík og þorskur á Akranes.
  • Laxeldi í Berufirði hætt en haldið áfram með tilraunaeldi á þorski.
  • Frystigeymsla félagsins í Reykjavík seld.
  • Hlutabréf HB Granda afskráð af aðallista hjá Kauphöllinni og skráð á iSEC markaði Kauphallarinnar.

2007

Breytingar á vinnslu á Vopnafirði og starfskjarastefna félagins samþykkt

  • Ýsuvinnslu hætt á Vopnafirði og hafin vinnsla á söltuðum afskurði af frystiskipum þær vikur sem uppsjávarvinnsla er ekki í gangi.
  • Uppsjávarskipið Sunnuberg og ísfisktogarinn Brettingur seld.
  • Frystiskipið Engey RE-1 selt til Samherja.
  • Gerðar verulegar endurbætur á loðnuhrognavinnslunni á Vopnafirði.
  • Starfskjarastefna félagsins samþykkt.

2008

Makrílveiðar félagsins margfaldast

  • Botnfiskvinnsla HB Granda snýst nánast eingöngu um karfa og ufsa eftir að beinni sókn í þorsk var hætt. Skoðaðir voru möguleikar á að koma upp fiskiðjuverið á nýrri uppfyllingu við Akraneshöfn og vera með alla botnfiskvinnslu félagsins þar í einu húsi. Niðurstaðan var sú að ekki yrði af slíkum flutningi í bráð og því ákveðið að sameina botnfiskvinnslu félagsins í fiskiðjuverinu Norðurgarði og vera með lágmarksvinnslu á Akranesi þar sem væri fámennur kjarni starfsmanna sem einnig gæti sinnt loðnuvinnslu á vertíð.
  • Nýr og afkastamikill lausfrystir frá Skaganum settur upp í fiskiðjuverinu á Akranesi auk sprautusöltunar-og skinnpökkunarvélar til famleiðslu á lausfrystum ufsaflökum fyrir Brasilíu.
  • Framkvæmdir hefjast við nýja fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði.
  • Makrílafli félagsins fer úr 2 þúsund tonnum árið 2007 í 19 þúsund tonn árið 2008 og reynist veruleg búbót.
  • Þriðja togvindan sett um borð í Örfirisey.
  • Byrjað að koma upp fjarskiptabúnaði í skipin sem tengir þau við félagið og umheiminn. Stefnt að því að klára verkið á næsta ári.
  • Félagið tekur þátt í undirbúningi vottunar ábyrgra og sjálfbærra veiða Íslendinga og gerð merkis „logo“ sem sem vísar til íslensks uppruna afurðanna og til ábyrgra veiða.
  • Félagið birtir í fyrsta sinn uppgjör sitt í evrum.
  • Skipastóll HB Granda er 5 frystitogarar, 3 ísfisktogarar og 4 uppsjávarveiðiskip. Afli skipanna var 47 þúsund tonn af botnfiski og 126 þús. tonn af uppsjávarfiski. Að meðaltali störfuðu 607 starfsmenn hjá félaginu.

2009

Loðnuhrognavinnsla einfölduð með uppsetningu þurrkbanda

  • Tilraunir hafnar með gulldepluveiðar við suðurströndina til bræðslu og veiddist umtalsvert magn.
  • Sett upp í þurrkbönd fyrir loðnuhrogn á Akranesi og Vopnafirði, sem þróuð voru í samvinnu við Skagann hf. og eiga að einfalda loðnuhrognavinnslu.

2010

Ný fiskimjölsverksmiðja tekin í notkun á Vopnafirði sem gengur fyrir rafmagni - nýmæli á Íslandi!

2010
  • Ný og fullkominn fiskimjölsverksmiðja tekin í notkun á Vopnafirði.  Nýr rafskautaketill var á sama tíma tekinn í gagnið og innlend raforka notuð til þess að knýja vélar verksmiðjunnar. Kemur hún í stað svartolíu sem notuð hefur verið fram að þessu. Einnig var nýr löndunarkrandi settur upp við verksmiðjuna. Tíu mjöltankar, sem voru hluti fiskmjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík voru hækkaðir um 4 metra og fluttir til Vopnafjarðar. Með því verður mjölið í lokuðu kerfi og notkun mjölpoka leggst af. Fiskmjöls- og lýsisvinnslu var hætt í fiskmjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík í ársbyrjun 2005 en þá var brædd loðna í verksmiðjunni. Fyrirtækið starfrækir nú tvær fiskmjölsverksmiðjur á Akranesi og á Vopnafirði.
  • Verulegar umbætur gerðar á frárennslismálum frá uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði.
  • Miklar endurbætur gerðar á uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði með tilliti til vinnslu á makríl. Meðal annars var sett upp öflugt ískrapakerfi.
  • International food standard (IFS) alþjóðlegt matvælavottunarkerfi tekið upp á Vopnafirði. Með því hefur HB Grandi tekið upp samræmt gæðastjórnunarkerfi í landvinnslum sínum.
  • Ný og fullkomin vinnslulína frá Marel tekin í notkun í Norðurgarði. Efnt var til móttöku í Víkinni sjóminjasafninu á Grandagarði til að fagna góðum árangri landvinnslunnar og halda upp á útskrift 32 starfsmanna frá alls 9 þjóðlöndum, sem tekið hafa þátt í námskeiðum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar.
  • Sá merki áfangi náðist í íslenskri sjávarútvegssögu að veiðar Íslendinga á þorski innan íslensku fiskveiðilögsögunnar fá alþjóðlega vottun IRF, um það að veiðarnar séu í samræmi við ströngustu kröfur um ábyrga fiskveiðistjórn, sjálfbæra nýtingu og góða umgengni um auðlindir sjávar.

2011

„Framúrskarandi íslensk útgerð“

  • Nýr og öflugur blásturfrystir tekin í notkun í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði einkum til frystingar á makríl.
  • Botnfisksvinnslu alfarið hætt á Vopnafirði í framhaldi af verulega auknum umsvifum í uppsjávarvinnslu.
  • Sjókælikerfi sett um borð í Faxa RE.
  • Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í fimmta sinn að kvöldi fyrsta sýningardagsins á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011. Meðal verðlaunahafa að þessu sinni var HB Grandi sem, að mati dómnefndar, verðskuldaði að fá viðurkenninguna ,,framúrskarandi íslensk útgerð.“

2012

Ný sjálfvirk beingarðsskurðarvél fyrir karfa tekin í notkun, fyrst sinnar tegundar í heiminum. Félagið fær umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina í sveitafélaginu

  • Eggert Benedikt Guðmundsson lætur af störfum sem forstjóri HB Granda og Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem áður stýrði uppsjávardeild félagsins tekur við.
  • Ný sjálfvirk beingarðsskurðarvél fyrir karfa tekin í gagnið í botnfiskvinnslunni Norðurgarði. Vélin er fyrsta sinnar tegundar í heiminum og var hönnuð af Völku í samstarfi við stafsfólk HB Granda. Beingarðsskurðarvélar fyrir þorsk og ufsa voru hannaðar á grunni þessarar vélar.
  • Umfangsmiklar breytingar og endurbætur á vinnslu-, frysti- og kælibúnaði á frystitogaranum Örfirisey og m.a. skipt út frystikerfi. Ammoníak kom í stað freons.
  • Endurnýjun á flökunarvélum og frystigeta aukin í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði. Stefnt að því að tvöfalda vinnslugetu.
  • HB Grandi fær umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012 fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina í sveitarfélaginu.

2013

Félagið hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Ný frystigeymsla og útilistaverkið „Þúfa“ vígð

2013
  • Þann 5. mars lést Árni Vilhjálmsson prófessor og stjórnarformaður HB Granda og Granda frá 1980. Kristján Loftsson tekur við sem stjórnarformaður.
  • Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti félaginu Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn þar sem starfsfólki félagsins var boðið á Bessastaði.
  • Ný frystigeymsla við fiskiðjuverið Norðurgarði vígð. Að undangenginni hugmyndasamkeppni þá fékk frystigeymslan nafnið nafnið Ísbjörninn, sem er skírskotun til fortíðarinnar en Ísbjörninn í Reykjavík, sem var í útgerð og fiskvinnslu á sínum tíma, er einn af forverum HB Granda. Ólafur Ragnar Grímsson forseti vígði frystigeymsluna.
  • Starfsstöð HB Granda á Vopnafirði voru veitt verðlaunin ,,Á grænni grein“ en það er endurvinnslufyrirtækið Hringrás sem stendur fyrir þeim. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem þykja vera fyrirmynd annarra í umhverfismálum.
  • Fjárfest í nýrri ferskfiskpökkunarlínu fyrir frystihúsið í Reykjavík og beingarðsskurðarvél fyrir þorsk á Akranesi.
  • Samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski við skipasmíðastöðina Celiktrans í Tyrklandi. Skipin verða afhent 2015.
  • HB Granda kaupir allt hlutafé Vignis G. Jónssonar á Akranesi. Vignir G. Jónsson sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er stór kaupandi loðnuhrogna af HB Granda og stærsti kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu.
  • Helga María AK kom til landsins frá Gdansk í Póllandi þar sem þessum fyrrum frystitogara HB Granda var breytt í ísfisktogara. Nýtt millidekk frá Skaganum 3X verður sett upp um borð í skipinu.
  • HB Grandi kaupir Laugafisk ehf. á Akranesi. Laugafiskur er gamalgróið fyrirtæki á sviði þurrkunar á fiskafurðum fyrir Nígeríumarkað.
  • Listaverkið Þúfa sem stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn, gegnt Hörpu eftir Ólöfu Nordal myndlistarmann vígt. Verkið er afrakstur samkeppni sem HB Grandi efndi til í samvinnu við Samband íslenskra myndlistamanna (SÍM) og Faxaflóahafnir í tengslum við byggingu frystigeymslunnar Ísbjarnarins.

2014

Félagið skráð á aðallista Kauphallarinnar og verður aðili að Festu, þekkingarmiðstöðvar fyrirtækja um samfélagsábyrgð og stofnaðili að Hafinu, öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins.

  • Félagið skráð á aðallista Kauphallarinnar Nasdaq OMX Iceland.
  • HB Grandi hf. gerist aðili að Festu, þekkingarmiðstöð fyrirtækja um samfélagsábyrgð. Félagið lítur svo á, að aukin árhersla verði á komandi árum á samfélagslega ábyrgð en það hefur verið metnaður félagsins að öll starfsemi endurspegli ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu sem það starfar í.
  • Félagið gerist stofnaðili að Hafinu sem er öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins.
  • HB Grandi kaupir allt hlutafé í Norðanfiski á Akranesi, sem sérhæfir sig í vinnslu á sjávarafurðum í neytendapakkningum á innanlandsmarkað.
  • HB Grandi selur hlut sinn í Stofnfiski.
  • Ný 500 m2 viðbygging á annarri hæð Norðurgarðs tekin í notkun fyrir skrifstofur markaðs-og botnfiskdeildar.
  • 200 m2 afurðahús, sambyggt við fiskiðjuverið í Reykjavík tekið í notkun.
  • Ný vinnslulína fyrir afurðir, sem falla til við bolfiskvinnslu HB Granda tekinn í notkun í fiskmjölsverksmiðju félagsins á Akranesi. Nýja framleiðslulínan notar gufu frá rafskautskatli í stað olíukynnts gufuketils.
  • Framkvæmdir hefjast við stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði. Afköstin fara úr 850 tonn af hráefni á sólarhring í 1.150 tonn.
  • HB Grandi tekur í tíunda sinn þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel.
  • Formunarvél frá Marel sett upp í botnfiskvinnslunni á Akranesi. Með vélinni er hægt að móta blokkarbita og eins marningsefni í mismunandi stærðir og lögun að ósk kaupenda.
  • Gengið til samninga við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd. um smíði á þrem ísfisktogurum.
  • Aflaskipið Víkingur AK 100 til Grenaa í Danmörku. Að baki er langur og merkilegur ferill í íslenskri útgerðarsögu en afli skipsins nemur um 970 þúsund tonnum frá því að það kom til landsins árið 1960. Þar af eru um 46 þúsund tonn af bolfiski.
  • Umhverfisviðurkenning Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014, Fjörusteinninn, var veitt HB Granda
  • Félagið fær fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 fyrir endurbætur á gömlu verksmiðjuhúsinu að Grandagarði 20.
  • Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna fékk HB Grandi verðlaun sem ,,Outstanding Icelandic Processor“ eða sem fiskvinnslufyrirtæki ársins.

2015

„Hrein virðiskeðja sjávarútvegs“, félagið setur sér það markmið að að minnka losun gróðurhúsalofttegunda að lágmarki 40% til sjós og lands fyrir árið 2030

2015
  • HB Grand selur uppsjávarskipin Faxa RE og Ingunni AK, ásamt 0,67% af heimildum til veiða á loðnu og veiðarfærum til togveiða til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
  • Frystitogarinn Júní, sem áður hét Venus HF 519 og var smíðaður á Spáni árið 1973, seldur til grænlenska sjávarútvegsfélagsins Enoksen Seafood AS.
  • HB Grandi hf. stendur að loftslagsyfirlýsingu Festu, félags um samfélagsábyrgð og Reykjavíkurborgar ásamt öðrum 104 íslenskum fyrirtækjum í tengslum við Parísarráðstefnunni í desember 2015. Í framhaldi af því setti félagið af stað verkefni undir heitinu: Hrein virðiskeðja sjávarútvegs. Verkefnið tekur til allrar virðiskeðju félagsins og felur sér þann ásetning að minnka losun gróðurhúsalofttegunda með markvissum hætti um að lágmarki 40% frá starfseminni til sjós og lands til ársins 2030.
  • Tvö ný og glæsileg uppsjávarskip koma til landsins frá Tyrklandi og fá nöfnin Venus og Víkingur. Móttökuathöfn fyrir Venus var haldin á Vopnafirði og Víking á Akranesi.
  • Nýtt verkstæði, frystivélasalur og umbúðageymsla samtals um 1.300 m2 að stærð tekin í notkun við fiskiðjuverið Norðurgarði.  
  • Ný sorpflokkunastöð sem fékk nafnið Svanurinn formlega opnuð við höfðustöðvar HB Granda í Örfirisey. Allt sorp sem fellur til um borð í skipum og verksmiðjum í landi fer í flokkunarstöðina.
  • Hjartastuðtækjum komið fyrir á öllum starfsstöðvum HB Granda og starfsmenn á viðkomandi stöðum þjálfaðir í notkun þeirra.
  • HB Grandi festir kaup á 13 lóðum og lóðahlutum á Breiðinn á Akranesi við starfstöðvar félagsins þar.
  • HB Grandi undirritaði, ásamt 103 öðrum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum þann 16. nóvember 2015 í Höfða. Yfirlýsingin var afhent í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í París í desember 2015. Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hafa haldið utan um yfirlýsingu fyrirtækjanna.
  • Vinna hefst við umfangsmikið umhverfisverkefni undir yfirskriftinni „Hrein virðiskeðja sjávarútvegs“ (HVS) Stefnt er að því að öllum umhverfisupplýsingum er varða rekstur félagsins verði streymt stafrænt frá upprunastað, hvort sem er frá sjó eða landi, í þar til gerðan umhverfisgagnagrunn. Tilgangurinn er að skrá markvisst umhverfisþætti í starfsemi félagsins til að fáum við stöðuna í rauntíma og nákvæmt yfirlit um þróun mála til að sjá hvar megi gera betur.

2016

Marshall húsið leigt undir myndlistastarfsemi og félagið gerist bakhjarl Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI)

2016
  • Ráðist í endurgerð á Marshall húsinu og samið við Reykjavíkurborg um að leigutryggja verkefnið. Í húsinu verður aðsetur Nýlistasafnsins og listamannarekna gallerísins Kling og Bang. Einnig verður þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar, myndlistarmanns. Á neðstu hæðinni er veitingastaður.
  • HB Grandi festi kaup á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1600 þorskígildistonna af Hafnarnes VER, Þorlákshöfn.
  • HB Grandi gefur fimm milljónir króna í neyðarsöfnun vegna hörmunga sem ríktu í Nígeríu og nágrannaríkjunum.
  • HB Grandi og önnur fimm fyrirtæki á sviði sjávarafurða gerast bakhjarlar (funding partners) samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi. Auðvelda þannig samanburð og efla traust og stuðla þannig að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávaarafurðir.

2017

Flotinn endurnýjaður, hráefniskælir stækkaður og sorpflokkunarstöð opnuð á Akranesi

  • Engey, fyrsti af þremur ferskfisktogurum, sem smíðaður er í Tyrklandi fór á veiðar eftir að búið var að setja um borð tölvustýrt lestarkerfi og millidekk frá Skaganum á Akranesi. Fiskurinn er kældur niður fyrir 0°C og haldið við það hitastig í lestinni fram að löndun. Enginn ís er notaður sem er mikil breyting. Akurey var afhent um mitt ár og Viðey í desember.
  • Samið um smíði á nýjum frystitogara sem á að vera tilbúinn um mitt ár 2019. Skipið er hannað af Rolls Royce í Noregi og smíðað á Spáni og verður eitt það fullkomnasta í íslenska flotanum.
  •  Í framhaldi af endurnýjun skipaflotans var uppsjávarskipið Lundey NS selt til Noregs, ísfisktogarinn Ásbjörn seldur til Íraks, Otto N. Þorláksson til Ísfélags Vestmanneyja og frystitogarinn Þerney seldur til Suður Afríku.
  • Endurbættur og stækkaður hráefniskælir við fiskiðjuverið Norðurgarði er tekinn í notkun og einnig nýr aðalinngangur.
  • Vinnsla hefst í endurnýjaðri og fullkominni botnfiskvinnslu á Vopnafirði í gamla frystihúsinu. Horfur fyrir loðnuveiðar næstu ár eru ekki góðar og því verið að skapa vinnu fyrir starfsmenn þann tíma sem loðnuvertíð hefði staðið yfir.
  • Fyrirhugaðar framkvæmdir við fiskþurrkun á Akranesi lagðar til hliðar. HB Grandi hætti að þurrka fisk á Akranesi og kaupir hlut í Háteigi ehf. sem rekur fiskþurrkun á Reykjanesi. Eftir kaupin á HB Grandi þriðjungs hlut í félaginu á móti Skinney-Þinganes hf. og Nesfiski. Ráðist verður í endurnýjun á fiskþurrkun félagsins á Reykjanesi.
  • Botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi er lokað og hún sameinuð botnfiskvinnslunni í Reykjavík. Starfsmönnum boðin vinna á öðrum starfsstöðvum félagsins á Akranesi og Reykjavík.
  • Ný sorpflokkunarstöð HB Granda á Akranesi opnuð og fær nafnið Kistan, sem er á sama hátt og sorpflokkunarstöðvarnar á Vopnafirði og Reykjavík, ætlað að safna saman sorpi sem fellur til vegna starfsemi félagsins til sjós og lands. Markmiðið er að draga verulega úr urðun sorps og auka hlutfall til endurvinnslu.
  • HB Grandi semur við Völku ehf. um kaup á á vatnsskurðarvél og sjálfvirkum afurðaflokkara sem sérhannaður er fyrir karfavinnslu. „Afar góð reynsla er komin á fyrstu vatnsskurðarvélina sem byrjaði sem þróunarverkefni milli Völku ehf og HB Granda fyrir um 8 árum síðan.
  • Ákvörðun var tekin um mitt ár að hætta alfarið notkun svartolíu á skip félagsins.
  • Rafrænar útgáfur af olíudagbók, ósondagbók og eldsneytisdagbók voru hannaðar og innleiddar í skipum félagsins.
  • Þúfa hlýtur fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
  • Marshallhúsið hlýtur hönnunarverðlaun Íslands.
  • HB Grandi fær loftlagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu.
  • HB Grandi hf. selur Ísfiski hf. bolfiskvinnsluhús sitt að Bárugötu 8-10 á Akranesi. Ísfiskur hefur verið með fiskvinnslu í Kópavogi en flytur alla starfsemi sína upp á Akranes.
  • HB Grandi gerir kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Blámars ehf. Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum í neytendapakkningum og eru kaupin liður í að styrkja markaðsstarf dótturfélaga HB Granda á Akranesi, Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar.
  • HB Grandi tekur þátt í að reisa verksmiðju sem mun framleiða kollagen úr þorskroði ásamt Samherja, Vísi og Þorbirni sem munu eiga jafnan hlut í félaginu ásamt spænska félaginu Junca Gelatines. Íslensku félögin munu eignast jafnan hlut alls tæp 90%. Hlutafjárframlag HB Granda verður um 140 milljónir króna.

2018

Pökkunarstöð og bryggjukantur endurnýjuð og skipum gert kleift að tengjast rafmagni og hitaveitu í landlegu auk þess sem fyrsta samfélagsskýrsla félagsins er gefin út

2018
  • Útgerðarfyrirtækið Brim hf. gerir samning um kaup á öllum hlutabréfum Vogunar hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. í HB Granda hf. Með samningi þessum verður eignarhlutur Brims hf. 34,1% og þar með stærsti hluthafi í HB Granda hf.  Vilhjálmur Vilhjálmsson lætur af störfum og Guðmundur Kristjánsson tekur við forstjórastarfinu. Magnús Gústafsson tekur við sem stjórnarformaður af Kristjáni Loftssyni.
  • HB Grandi birtir sína fyrstu samfélagsskýrslu fyrir árið 2017, samhliða ársskýslu. Félagið er jafnframt fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að gefa út samfélagsskýrslu.
  • HB Grandi er framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo árið 2018. HB Grandi hefur verið á þessum lista frá árinu 2010.
  • Pökkunarstöð fyrir frystar afurðir algjörlega endurnýjuð með nýjum tækjum og búnaði og færð úr frystihúsinu í forrými frystigeymslu Ísbjarnarins.
  • Bryggjukantur við Norðurgarð tekin í notkun eftir að hafa verið breikkaður, sem bætir þar með aðstöðu til löndunar mjög mikið. Fyrir var gömul trébryggja. Framkvæmdin er á vegum Faxaflóahafna.
  • Öflugum landtengingum var komið fyrir í nýja viðlegukantinum. Nú geta ísfiskskip félagsins tengst þar bæði við rafmagns- og hitaveitu í landlegu.
  • Í byrjun árs voru snjallgámar og snjallvogir komnar á allar flokkunarstöðvar HB Granda.
  • Deris, hlutdeildarfélag HB Granda fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A. sem rekur laxeldisstöðvar í Síle, sem HB Grandi á hlut í selt.
  • Samið um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík af Brim hf. Ögurvík gerir út Vigra RE 71 sem er 2.157 tonna frystitogari smíðaður árið 1992. Aflaheimildir félagsins á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 2018 eru 7.680 tonn af botnfiski og 1.663 tonn af makríl miðað við úthlutun árið 2018.
  • Botnfiskvinnslu félagsins á Vopnafirði hætt og sameinuð vinnslunni í Reykjavík.
  • HB Grandi og Íslensk orkumiðlun skrifa undir samning um raforkuviðskipti sem hefjast 1. janúar 2019.
  • Reynsla er að koma á nýju ísfiskskipin. Skip og búnaður hafa staðið undir væntingum og með tilkomu þessara nýju skipa þá hefur félagið tekið stórt stökk inn í framtíðina.

2019

Nafni félagsins breytt í Brim, sem hlýtur umhverfisverðlaun atvinnulífsins í lok árs

2019
  • Nafni félagsins breytt úr HB Granda í Brim.
  • Kristján Þ. Davíðsson tekur við af Magnúsi Gústafssyni sem stjórnarformaður félagsins.
  • Brim hlýtur Umhverfisverðlaun atvinnulífsins árið 2019
  • Brim kaupir af Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. allt hlutafé í sölufélögum Icelandic Japan KK, Icelandic Hong Kong Ltd. og Icelandic China Trading Co. Ltd., sem og þjónustufélagið Seafood Services ehf. á Íslandi, sem tengist framangreindum félögum.
  • Brim hf. gerir samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum. Annað er Fiskvinnslan Kambur hf. sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði og hitt er útgerðarfélagið Grábrók ehf. sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Grunnur ehf. dótturfélag fiskvinnslunar Kambs gerir út krókabátinn Kristján HF 100.
  • Félagið kaupir skipaverkstæðið Gjörva.
  • Engey RE 1 seld til Murmansk Trawl Fleet í Rússlandi
  • Í byrjun árs voru gerðar endurbætur á fiskmjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði þar sem eimingartæki verksmiðjunnar voru endurnýjuð.
  • Fjárfest í vakúmpökkunarvél fyrir uppsjávarfisk og frystum fjölgaði úr 4 í 7. Afköst fóru þar með upp í 120 tonn á sólarhring á Vopnafirði.
  • Ísfisktogarinn Helga María, ásamt 11 manna áhöfn, leigð til Grønlands Naturinstitut. Þar verður skipið við hafrannsóknir á hafsvæðinu við Grænland í 3 mánuði um sumarið.
  • Brim hlaut jafnlaunavottun vorið 2019 og um leið heimild til að nota jafnlaunamerkið.
  • Brim gerist einn af bakhjörlum Hátíðar hafsins ásamt Faxaflóahöfnum og Sjómannadagsráði. Hátíð hafsins er haldin í tengslum við sjómannadaginn fyrstu helgina í júní ár hvert.

2020

Botnfiskvinnsla í Norðurgarði endurnýjuð, skrifað er undir samning um að allt plast sem fellur til verði endurunnið á Íslandi og samfélagsstefna Samtaka félaga í sjávarútvegi undirrituð

2020
  • Stjórn Brims hf. ákveður að fjárfesta í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS (APF) og selur félaginu nýsmíðaðan frystitogara félagsins sem fær nafnið Ililiveq. Skipið er eitt það fullkomnasta í Norður-Atlantshafi. Skipið sem smíðað var á norður Spáni var hannað af Rolls Royce í Noregi í samstarfi við Brim
  • Brim kaupir þriðjungshlut í Iceland Pelagic. Félagið er sölufyrirtæki sem selur frystar uppsjávarafurðir á erlenda markaði, aðallega til Austur-Evrópu og Afríku.
  • Norðanfiskur dótturfélag Brims selt til 10 aðila sem allir eiga rætur á Akranesi.
  • Gengið frá samkomulagi við Þórsberg ehf. um sölu á öllu hlutafé í Grábrók ehf. og söluverðið greitt með 24,1% eignarhlut í Þórsbergi ehf.
  • Brim kaupir 50% hlut í Guðrúnu Þorkelsdóttur ehf. sem gerir út uppsjávarskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur SU.
  • Botnfiskvinnslan  í Norðurgarði fer af stað í ágúst eftir þriggja mánaða stopp,  þar sem húsnæði var lagfært og búnaður endurnýjaður.   Auk bættrar nýtingar og afkasta með nýjum vinnslulínum, vatnsskurðarvélum, þjörkum,  flökunarvélum, lausfrystum  og öðrum vinnslubúnaði þá er dregið úr orku-og vatnsnotkun. Jafnframt var aðstaða starfsfólks bætt verulega og erfiðum störfum í vinnslunni fækkað. Minni umferð lyftara um vinnusvæðið dregur úr slysahættu starfsfólks. Með þessum framkvæmdum þá er fiskiðjuverið í Norðurgarði eitt það fullkomnasta í heimi.
  • Þriðja togvindan sett í Akurey og Viðey, þannig að skipin geta dregið tvö troll. Með því eykst veiðigetan og olíunotkun minnkar á hvert kíló veidds afla.
  • Brim undirritaði samning um Þjóðþrif í samstarfi við Pure North Recycling. Með samningnum skuldbindur Brim sig til þess að endurvinna allt plast, sem fellur til hjá félaginu, hér á landi í stað urðunar eða endurvinnslu erlendis.
  • Samfélagsstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi undirrituð.
  • Þróunarfélagið Breiðin stofnað. Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi en þar á Brim mikið af lóðum og ónýttu húsnæði.

2021

„Íslenskan er hafsjór“, félagið gerist bakhjarl Hins Íslenska bókmenntafélags og gefur bækur til allra leik- og grunnskóla á landinu

2021
  • Loðnuveiðar-og vinnsla hefjast eftir tveggja ára bann við loðnuveiðum
  • Brim gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags til næstu fjögurra ára og styrkir félagið um 16 milljónir króna á því tímabili.
  • Brim festir kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid af Arctic Prime Fisheries og er markmiðið að efla enn frekar uppsjávarhluta starfseminnar.
  • Brim í samstarfi við Íslandsbanka gefur út skuldabréf sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og snúa blá skuldabréf að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma.
  • Brim gefur öllum leik- og grunnskólum á landinu bækur úr bókaflokknum "Litla fólkið og stóru draumarnir" sem fjallar um fólk sem hefur elt drauma sína og sannfæringu og hafa haft áhrif á umheimin.
  • Brim hf. var útnefnt Samfélagsstjarna ársins á Viðskiptahátíð sem netfjölmiðillinn Innherji stóð fyrir vegna víðtæks stuðnings við íþróttir og æskulýðsstarf, slysavarna- og björgunarstarf, menningarstarf, nýsköpun og fræðslu.

2022

Uppbygging Breiðarinnar á Akranesi, efling uppsjávarveiða og -vinnslu á Vopnafirði og fjárfesting í Danmörku.

2022
  • "Lifandi samfélag við sjó", tillaga frá arkitektastofunni Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi neðst á Skipaskapa. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð fjölbreyttra íbúða og atvinnusvæðis þar sem nýbyggingar tengjast endurnýttum eldri byggingum. Hugmyndir eru að útivistar- og þjónustusvæðum við ströndina sem eru tengd innbyrðis og við atvinnu- og íbúðasvæði með strand- og göngustígum. Þá eru hugmyndir að hóteli og baðlóni sunnar lega á svæðinu sem bjóða upp á áhugaverða möguleika. Breiðin Þróunarfélag efndi til þessarar samkeppni.
  • Frystitogarinn Sólborg RE-27 var keyptur með aflahlutdeild í loðnu, makríl, gulllaxi og hlutdeild í þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.
  • Brim hf. fjárfestir í Polar Seafood Denmark A/S sem er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi.
  • Brim hlýtur Svifölduna, viðurkenningu Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM fyrir að vera leiðandi í innleiðingu sjálfbærniviðmiða.
  • Brim og Fisktæknisklóinn skrifa undir samstarfsyfirlýsingu um eflingu menntunar á sviði sjávarútvegs.
  • Brim keypti jörðina Torfastaði við Vopnafjörð og hefur hafið undirbúning skógræktar til kolefnisbindingar þar. Gert er ráð fyrir að gróðursetning hefjist á árinu 2023, en jörðin er um 900 hektarar að stærð.
  • Brim afhenti fastráðnu starfsfólki félagsins og dótturfélaga hlutabréf í Brimi til eignar í samræmi við starfsaldur hjá félaginu. Um er að ræða 4,4 milljónir hluta.
  • Brim, ásamt fleiri fjárfestum tók þátt í að stofna hlutafélagið Stika umhverfislausnir sem mun vinna að þróun hugbúnaðarlausna fyrir umhverfisútreikninga fyrirtækja.

2023

Árangur í losun gróðurhúsalofttegunda

2023
  • Markmið Brims í umhverfismálum hefur leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað hjá félaginu, en losun vegna úrgangs var 252 tonn CO2 ígilda árið 2022, samanborið við 486* tonn CO2 ígilda árið 2017.
  • Brim hf. og  Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) undirrita samstarfssamning í tengslum við kolefnisbindingarverkefni Brims á Vopnafirði sem unnið er með Vopnafjarðarhreppi og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu og á að stuðla að kolefnishlutleysi í sveitarfélaginu.