Afurðir / Loðna

Loðna

Mallotus villosus

Loðnan er smávaxinn beinfiskur. Algeng stærð loðnu sem er 3-4 ára gömul er um 13-20 cm. Loðnan er frekar löng og mjó. Hliðarrák loðnunnar er frekar bein en ofan við hana er loðnan dökk en aftur á móti ljós neðan við hana. Hreistrið er fínt og lint og tálknin alsett dökkum blettum. Kjaftur loðnunnar nær alveg aftur undir augu og er neðri skolturinn stærri en efri. Augun eru meðalstór og ofarlega á hausnum sem er lítill. Eyruggar, bakuggi og raufaruggi loðnunnar eru nokkuð stórir en kviðuggar og sporður í meðallagi. Loðnan dregur nafn sitt af því að rákin eftir endilöngum fiskum er loðin. Loðnan verður yfirleitt ekki eldri en 3-4 ára, hrygnir þá og deyr svo. Heimkynni loðnunnar eru nyrstu höf jarðarinnar þar sem hún er víða mjög útbreidd. Við Ísland finnst loðna allt í kringum landið.​ Loðnan er kaldsjávar- og uppsjávarfiskur sem leitar þó botns á grunnsævi til þess að hrygna. Mestan hluta ævinnar heldur íslenska loðnan sig úti á reginhafi norður af landinu. Aðal hrygningarstöðvarnar eru á grunnsævi við suður- og suðvesturströndina. ​Hrygning fer fram á sandbotni í um 10-150 metra dýpt í 2-10 gráðu heitum sjó. Loðnan hrygnir frá seinnihluta febrúar og er hrygningu oftast lokið um mánaðarmótin mars-apríl þegar sólin hefur náð að hita sjóinn í kjörhitastig hrygningar. Helstu hrygningarsvæði hérlendis eru með suður- og vesturströndinni. Loðna lifir mest á krabbaflóm eins og ljós- og rauðátu þó að einnig éti þær marflær.

Samband við söludeild
Sjófryst
empty

Ekki í boði

Ferskt
empty

Ekki í boði

Landfryst
  • Heilfryst, stærðarflokkuð
  • Hrogn
Umbúðir

Heilfryst, 20/30, 25/35, 30/40, 35/45, mix

Heilfryst kvennloðna, 41-45, 46-50, 51-55, 56-60

Hrogn

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj896
  • kcal216
  • prótein14
  • fita17,8
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Desember - Mars

Fiskimið

Það er breytilegt eftir árum hvar uppsjávartegundir veiðast.