Afurðir / Ýsa

Ýsa

Melanogrammus aeglefinus

Ýsan er blágrá að lit með dökka rák eftir bol aftur að sporði og stór svartur blettur yfir eyruggum og hefur skeggþráð á neðri góm. Algeng lengd í afla er frá 50 til 65 cm og eru ýsur lengri en 80 cm sjaldséðar. Ýsan er flokkuð eftir stærð og kölluð eftir því, smáýsa kallast sú ýsa sem er á bilinu 25-45 cm, miðlungs- eða kurlýsa er 45-60 cm stór og stórýsa er stærri en 60 cm. Stærsta ýsan sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 112 cm. Lengd ýsu eftir aldri er nokkuð mismunandi eftir því hvort hún elur aldur sinn í hlýja sjónum sunnanlands eða þeim kalda norðanlands. Einnig verða ýsur í hlýja sjónum fyrr kynþroska en þær í kalda sjónum. Yfirleitt verður ýsan kynþroska 3-4 ára gömul. Ýsan getur orðið a.m.k. 15 ára gömul, og er hámarksþyngd hennar talin vera um 14 kg. Við Ísland er ýsan algeng allt í kringum landið en einkum þó í hlýja sjónum við suður- og suðvesturströndina. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem heldur sig mest á leir- og sandbotni á 10-200 m dýpi en hennar verður þó vart allt niður á 300 m dýpi og jafnvel dýpra. Ýsuseiði éta einkum ýmis smákrabbadýr eins og ljósátu, rauðátu. Fullorðna ýsan étur ýmis botndýr svo sem skeljar, snigla, burstaorma, slöngustjörnur, botnkrabbadýr, ígulker og sæfífla. Einnig étur ýsan fiska t.d. marsíli og sandsíli, smásíld, loðnu og spærling.

Samband við söludeild
Sjófryst
  • Flök
  • Stærðarflokkað
  • Millilagt
Umbúðir

3x9 kg

Ferskt
empty

Ekki í boði

Landfryst
empty

Ekki í boði

Næringargilid

Næringargildi í 100 g

  • kj344
  • kcal82
  • prótein18,9
  • fita0,6
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Allt árið

Fiskimið

Ýsa veiðist allt í kringum landið en þó síst við Norðausturland.